Forseti Íslands: „Þurfum nýjan völl og nýja höll“

Mynd: RÚV / RÚV

Forseti Íslands: „Þurfum nýjan völl og nýja höll“

28.12.2019 - 20:27
„Við þurfum nýja höll og nýjan völl“ sagði Guðni í ræðu sinni í útsendingunni frá vali á Íþróttamanni ársins. Undanfarið hefur rætt um þörf á nýjum þjóðarleikvöngum í staðinn fyrir Laugardalshöll og Laugardalsvöll.

Forsetinn kom víða við í ræðu sinni og sagði meðal annars: „Íþróttir geta gert svo margt fyrir okkur, fyrir einstaklinga, fyrir samfélagið.“ Hann nefndi bækur sem íþróttafólk sem hefur gefið út á árinu, þau Söru Björk Gunnarsdóttur og Björgvin Pál Gústavsson. Þær sýndu mikilvægi þess að setja sér markmið og leggja hart að sér til að ná árangri, æfingin skapaði meistarann. Þó ekki öllum tækist að verða afreksfólk væri þeim sem það tækist öðrum góð fyrirmynd.

Mikilvægt væri að hlúa vel að íþróttafólki, styðja það dátt og tryggja góða aðstöðu fyrir íþróttafólk jafnt sem áhorfendur. Hann nefndi byggingu Hörpunnar, þar sem athöfnin fer fram, í miðju hruni og nú þyrfti að taka næstu skref og byggja nýja höll og nýjan völl.