Forsetakosningar verða 27. júní

20.03.2020 - 14:22
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV
Kosningar til embættis forseta Íslands verða 27. júní næstkomandi. Forsætisráðuneytið birti í dag auglýsingu um framboð og kjör forseta.

Skila þarf framboðum til forsetakjörs til dómsmálaráðuneytsins í síðasta lagi fimm vikum fyrir kjördag. Til að geta boðið sig fram þarf að hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, mest 3.000. Meðmælin verða að vera úr öllum landsfjórðungum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tlkynnti í nýársávarpi að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Fyrsta kjörtímabili hans lýkur í sumar.

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi