Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Forsetakosningar endurteknar í Malaví

23.03.2020 - 13:07
Malawian President Peter Mutharika addresses his party's Democratic Progressive Party (DPP) final election rally in Blantyre, Malawi Saturday, May 18, 2019. Corruption and the need for economic growth are the main campaign issues as Malawi goes to the polls on Tuesday for a presidential election that pits the incumbent 78-year-old president Peter Mutharika of the ruling Democratic Progressive Party against his own vice president, 46-year-old Saulos Chilima as well as the main opposition party leader Lazarus Chakwera, 64. (AP Photo/Thoko Chikondi)
Peter Mutharika, forseti Malaví, á kosningafundi. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Forsetakosningar verða endurteknar í Malaví 2. júlí, að því er kjörstjórn í landinu tilkynnti í dag. Stjórnlagadómstóll ógilti kosningarnar sem fram fóru í maí í fyrra vegna skipulagsleysis.

Peter Muthakira forseti var sagður hafa sigrað naumlega helsta keppinaut sinn, Lazarus Chakwera. Sá kærði úrslitin og sakaði forsetann og stuðningsmenn hans um að hafa beitt svikum auk þess sem framkvæmd við talningu atkvæða hefði verið ábótavant.

Stjórnlagadómstóllinn féllst í síðasta mánuði á að maðkur hefði verið í mysunni, ógilti úrslitin og fyrirskipaði að forsetakosningarnar skyldu endurteknar. Meðal þess sem dómstóllinn fann að var að leiðréttingalakk hafði verið óspart notað á kjörseðlana.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV