Forsetahjónin tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni

24.08.2019 - 13:37
Mynd með færslu
Eliza og Guðni að hlaupi loknu í morgun. Mynd: Facebook-síða Elizu Reid
Yfir 14.000 hlauparar voru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið sem ræst var af stað í miðbæ Reykjavíkur í morgun í góðu veðri. Þeirra á meðal voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Eliza hljóp tíu kílómetra og Guðni hálft maraþon.

Forsetahjónin geta þó ekki hvílt sig eftir átökin strax því að opið hús verður á Bessastöðum í dag og hófst það klukkan 13 og stendur til 16. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi