Forsetaheimsókn til Grænlands

Forseti Íslands í heimsókn í Nuuk á Grænlandi, á myndinni er Þorbjörn Jónsson, aðalræðismaður Íslands á Grænlandi, Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, eiginkona hans og Elize Reid.
 Mynd: Forseti Íslands - Embætti forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru nú í heimsókn á Grænlandi. Þar sæmdi forseti Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra í grænlensku stjórninni, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann, hinni íslensku fálkaorðu.

Í Nuuk skoðuðu forsetahjónin Þjóðminjasafn Grænlands. Þar er að finna margar forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Að því loknu var farin skoðunarferð um höfuðstaðinn Nuuk en því næst sóttu forsetahjónin móttöku í boði aðalræðismanns Íslands, Þorbjörns Jónssonar. 

Fengu fálkaorðu fyrir framlag til samstarfs og vináttu

Hjónin Benedikte Thorsteinsson Abelsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson voru sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga.

Benedikte og Guðmundur í viðtali 2009.
bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi