Forsætisráðherra Sri Lanka segir af sér

20.11.2019 - 14:20
epa08008223 A handout photo made available by the President Media unit shows Sri Lanka's new President Gotabaya Rajapaksa assumes duties as the 7th Executive President of Sri Lanka, at the Presidential Secretariat in Colombo, Sri Lanka, 19 November 2019.  EPA-EFE/PRESIDENT MEDIA UNIT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Gotabaya Rajapaksa hefur falið bróður sínum að mynda nýja stjórn á Sri Lanka. Mynd: EPA-EFE - Forsetaembættið á Sri Lanka
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, tilkynnti í dag afsögn sína, fjórum dögum eftir að frambjóðandi stjórnarflokks landsins beið niðurlægjandi ósigur fyrir Gotabaya Rajapaksa, helsta frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherrann lætur af embætti á morgun til að hægt verði að mynda nýja minnihlutastjórn í landinu.

Gotabaya Rajapaksa hefur þegar falið Mahinda, eldri bróður sínum, að mynda stjórn. Hann hefur áður gegnt embætti forseta og forsætisráðherra landsins. Öryggissveitir sem bræðurnir stýrðu brutu uppreisnarhóp Tamíltígra á bak aftur fyrir áratug með mikilli harðneskju og bundu þannig enda á borgarastríð í landinu. Öryggissveitirnar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi