Formaður Viðreisnar í sóttkví

20.03.2020 - 22:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, er í sóttkví vegna COVID-19. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir Þorgerður Katrín frá því að hún og fjölskyldan séu öll komin í sóttkví, ásamt móður hennar sem er 93 ára gömul.

Þorgerður Katrín segir í færslunni að það sé ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta sé fúlasta alvara. „Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram.“

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi