
Forgangsatriði að tryggja að fólk haldi vinnunni
Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að takast á við slakann í hagkerfinu vegna COVID-19 veirunnar. Stýrivextir voru lækkaðir niður í 1,75 prósent og hafa aldrei verið lægri og svokallaður sveiflujöfnunarauki á bankana var afnuminn sem gefur þeim færi á að auka útlán til fyrirtækja.
„Um leið og fólki er sagt upp færðu annarskonar fleiri vandamál í kjölfarið, skuldavandamál og svo framvegis. Ég geri ráð fyrir því að þegar þessar fyrstu aðgerðir eru komnar í gegn og við sjáum hvernig ástandið er að þá förum við að huga meira að heimilunum. Lægri vextir hjálpa heimilunum og þó að gengið hafi lækkað um 10 prósent frá áramótum, sem er raunar bara hollt fyrir hagkerfið, þá hef eg ekki trú á því að við séum að fá verðbólgu sem muni hækka verðtryggð lán,“ sagði Ásgeir.