Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fordæmir ummæli um Sönnu Marin

17.12.2019 - 11:26
Erlent · Eistland · Finnland · Evrópa
epaselect epa07414530 Leader of the Estonian Reform Party, Kaja Kallas attends a press conference in Tallinn, Estonia, 05 March 2019. The center-right Reform Party won the parliamentary election on 03 March with 29.4 percent of the vote, setting up its leader Kaja Kallas to become the country's first ever female prime minister as long as negotiations with other parties will create a government coalition.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins í Eistlandi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnarandstaðan í Eistlandi hefur farið fram á að Mart Helme, innanríkisráðherra landsins, verði látinn víkja vegna ummæla sinna um Sönnu Marin, nýjan forsætisráðherra Finnlands. 

Helme lét þau orð falla í útvarpsviðtali að búðarstúlka væri orðin forsætisráðherra í Finnlandi og að aðgerðasinnar og ómenntað fólk sæti nú í ríkisstjórn landsins. Hann kvaðst efast um að Marin og stjórn hennar gætu stjórnað Finnlandi.

Forseti Eistlands hefur þegar beðist afsökunar fyrir hönd landsins, en Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, sagði í morgun að ummæli innanríkisráðherrans væru niðurlægjandi fyrir Eista. 

Helme hefði ítrekað orðið landi sínu til skammar og fengi hann að halda áfram sem ráðherra kynni hann að skaða ímynd landsins enn frekar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV