Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fólkið var pólskt og búsett í Hrísey

06.11.2017 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir
Fólkið sem lést þegar bíll fór í höfnina á Árskógssandi á föstudag var búsett í Hrísey. Bíllinn fór fram af bryggjunni við höfnina þar sem Hríseyjarferjan var að undirbúa brottför í eyna.

Þau sem fórust voru pólsk hjón á fertugsaldri og fimm ára dóttir þeirra. Tveggja ára dóttir þeirra var í Hrísey þegar slysið varð og er nú hjá skyldmennum sínum í eynni.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Minningarathöfn verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í kvöld og verið er að stofna söfnunarreikning til styrktar ættingjum fólksins.