Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fólk hvatt til að fylgjast með veðurspá

15.11.2017 - 07:29
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Suðlægri átt er spáð í dag, víða fremur hægri. Slydda og sums staðar rigning suðaustan- og austanlands, þurrt að kalla á Norðausturlandi en annars él. Vestlægari og víða él með kvöldinu, en styttir upp að mestu um landið austanvert í fyrramálið.

Norðvestlægari og bætir í vind austast seint á morgun. Spám ber ekki saman um hve mikið hvessi og er fólk hvatt til að fylgjast vel með spám næstu daga, sérstaklega þeim sem hyggja á ferðalög um austanvert landið.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir