Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fólk á áttræðisaldri grunað um peningaþvætti

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo erlenda ríkisborgara, karl og konu á áttræðisaldri. Fólkið er grunað um peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga auk þess sem grunur leikur á að þau tengist smygli á fólki.

Húsleit var gerð að undangengnum dómsúrskurði á dvalarstað hinna erlendu ríkisborgara í umdæminu þar sem meðal annars var lagt hald á verulega fjármuni. Jafnframt er grunur um að þau tengist smygli á fólki og Ísland hafi verið viðkomustaður á þeirri leið.

Karlinn og konan eru laus úr haldi lögreglu, en rannsókn málsins er í fullum gangi segir í tilkynningu lögreglu sem veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Magnús Geir Eyjólfsson