Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

FM útsendingar liggja niðri á Vestur- og NV-landi

15.12.2019 - 14:09
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Vegna rafmagnsleysis liggja FM útsendingar niðri á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi að svo stöddu. Útsendingar langbylgju á tíðninni LW189KHZ frá Gufuskálum nást á þessu svæði. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus um tíma í morgun vegna bilunar.

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að búast megi við áframhaldandi truflunum á þessum svæðum í dag og fram á nótt. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone eru eftirfarandi FM sendar ótengdir: 

Haganes-Ras2

RUV_Rás2_Urðarhjalla_88,7MHz

Rás2_95,8MHz_Sandafell

Rás1_90,4_Sandafell

RUV_Rás1-2_Urðarhjalla

Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Rarik sagði í hádegisfréttum að allar líkur séu á því að rafmagni verði skammtað á Dalvík og í Norður-Þingeyjarsýslu þegar atvinnulífið á þessum stöðum fer í gang á morgun. 

Nánast öll heimili á veitusvæði Rarik eru komin með rafmagn eftir langvarandi rafmagnsleysi og bilanir í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku. Margir eru þó tengdir varaaflsvélum og þá gætu sumarbústaðir og heimili sem hafa verið rýmd enn verið án rafmagns.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV