Flytja herlið á brott og undirbúa friðarviðræður

08.11.2019 - 16:29
epa07981533 An Ukrainian serviceman rests near the Bohdanivka village, Ukraine, 08 November 2019. Special Representative of the OSCE Chairperson-in-Office in Ukraine and in the Trilateral Contact Group (TCG), Ambassador Martin Sajdik has said disengagement of forces and weapons near the villages of Bohdanivka and Petrivske in Donbas, which was planned today, was postponed until 09 November 2019.  EPA-EFE/SERGEY VAGANOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Úkraínuher og aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austur-Úkraínu hafa frestað því um sólarhring að draga herlið sín frá átakasvæðum. Nú er á ætlað að herliðin verði flutt á brott á hádegi á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Þessar aðgerðir eru undanfari friðarviðræðna Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og Volodimyrs Zelensky, forseta Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, leiða viðræðurnar. Ekki er búið að ákveða hvenær þær hefjast.

Síðan Zelensky tók við völdum í vor hefur hann stefnt að því að koma friðarviðræðum aftur á til að binda enda á tökin í aðskilnaðarhéruðum í austurhluta Úkraínu sem hafa kostað 13.000 mannslíf síðan 2014. 

Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja aðskilnaðarsinna með fjármagni og vopnum. Því hafa rússnesk stjórnvöld neitað. 
 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi