Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Flutningar um Norður-Íshaf fjórfaldast á þremur árum

05.03.2020 - 06:51
Blue sky begins to break through the clouds over Arctic Ocean ice Sept. 9, 2009.
 Mynd: Wikimedia Commons
Vöruflutningar til og frá höfnum við Norður-Íshaf hafa rúmlega fjórfaldast á síðustu þremur árum. Hafa þeir aldrei verið meiri en í fyrra og útlit er fyrir enn meiri aukningu í ár. Frá þessu er greint í Fiskifréttum, sem út komu í dag.

Vöruflutningar á Norður-Íshafsleiðinni námu alls 31,5 milljónum tonna í fyrra, sem er 58 prósenta aukning frá fyrra ári og 430 prósenta aukning á þriggja ára tímabili, segir í frétt blaðsins. Þetta er margfalt meira en tíðkaðist á Sovéttímanum, þegar vörumagnið varð mest 6,5 milljónir tonna á einu ári, 1986. Þetta helst í hendur við margfalt meiri skipaumferð samfara þíðu í alþjóðasamskiptum og veðurfari. Uppistaðan í þessum miklu flutningum er jarðgas. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV