Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak

14.12.2019 - 21:41
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Farþegaflugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Boston, var snúið við um hálftíma eftir flugtak. Tæknibilun kom upp í jafnþrýstibúnaði vélarinnar.

Jafnþrýstibúnaðurinn stýrir loftþrýstingi. Loftþrýstingur féll þó ekki en Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir í samtali við mbl.is sem greinir frá, að vélinni hafi verið snúið við í öryggisskyni og samkvæmt verklagi.

Ásdís Ýr segir að vélin hafi lent heilu og höldnu í Keflavík á sjöunda tímanum. Viðgerðum á vélinni sé nú lokið og hún í þann mund að fara í loftið á ný. 

Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður