Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Flugmenn virðast sýna ástandinu skilning

28.09.2019 - 12:43
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Tryggvason - RÚV
Kjarasamningur Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna var kynntur flugmönnum í gær. Með honum verður gildandi kjarasamningur framlengdur frá áramótum til septemberloka á næsta ári. Þá verður launahækkun frestað frá 1. október til 1. apríl.

Hafsteinn Pálsson formaður samninganefndar flugmanna segir að honum hafi fundist flugmenn sína ákveðin skilning á ástandinu á fundinum í gær. Rafræn atkvæðagreiðsla hófst í gær og lýkur á föstudaginn.

87 flugmönnum hjá Icelandair verður sagt upp frá 1. október. Á fimmta hundrað flugmenn verða starfandi hjá Icelandair í vetur.