Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Flugferðum fækkað um 2/3 vegna COVID-19

20.03.2020 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Air Iceland Connect hefur aflýst tveimur þriðju hluta allra þeirra flugferða sem voru á áætlun í lok mars og í apríl. Þetta er gert vegna mikillar fækkunar ferðamanna sem má rekja til útbreiðslu COVID-19.

Verulegur samdráttur hefur orðið í öllum farþegaflutningum innanlands og því var gripið til þessara ráðstafana, að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Samkomubann er í gildi og af því leiði að mun minna sé um fundi og samkomur. Það sé þó eitthvað um það að fólk ferðist um landið en það eru færri en áður en faraldurinn braust út.

Aðspurður um það hvort hluta starfsfólks flugfélagsins verði sagt upp vegna þessa samdráttar, segir Árni að þau séu ekki komin að þeim stað enn þá.