Flugferðum aflýst vegna bilunar hjá Icelandair

07.10.2019 - 16:45
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Toronto í Kanada til Íslands í gærkvöldi bilaði skömmu fyrir brottför. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að bilunin hafi verið minniháttar, og að tekist hafi að gera við vélina nokkuð fljótt. Þegar því hafi verið lokið hafi hins vegar verið komið að hvíldartíma áhafnarinnar, og því hafi þurft að aflýsa fluginu.

Vélin er væntanleg til Keflavíkur í kvöld, en vegna þessara tafa þurfti einnig að fella niður flug til og frá Kaupmannahöfn í dag. Ásdís segir að samtals hafi þetta haft áhrif á rúmlega 600 farþega. Unnið hafi verið að því að koma farþegunum til og frá Kaupmannahöfn með öðrum hætti, og að það hafi gengið vel.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi