Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Flugbann setur Evrópuleiki í uppnám

epa08279693 View of empty stands during the Italian Serie A soccer match Juventus FC vs FC Internazionale Milano at the Allianz Stadium in Turin, Italy, 08 March 2020. Italian Serie A soccer matches are played without spectators over the COVID-19 coronavirus threat.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Flugbann setur Evrópuleiki í uppnám

10.03.2020 - 17:25
Spænsk yfirvöld tilkynntu í dag um margvíslegar aðgerðir þar í landi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Flugbann til og frá Ítalíu setur leiki í Evrópukeppnum í fótbolta í uppnám.

Margvíslegar aðgerðir voru kynntar á Spáni í dag en þar á meðal ákváðu borgaryfirvöld í höfuðborginni Madríd að leggja niður skólahald í tvær vikur. Þá munu fótboltaleikir í efstu tveimur deildum landsins fara fram fyrir luktum dyrum innan sama tímaramma.

Spænska ríkisstjórnin tilkynnti þá um tveggja vikna flugbann milli Spánar og Ítalíu en síðarnefnda landið hefur komið hvað verst Evrópuríkja út úr faraldrinum hvað smit varðar hingað til. Ítalska liðið Atalanta mætir Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld og gæti náð að fljúga til baka eftir leik en bannið tekur ekki gildi fyrr en á miðnætti. Bannið gildir í tvær vikur, til 25. mars.

Á fimmtudag mætir spænska liðið Sevilla liði Roma frá Ítalíu á Suður-Spáni og þurfa leikmenn síðarnefnda liðsins eflaust að ferðast með rútu eða lest. Sömu sögu er að segja af leik Internazionale við spænska liðið Getafe í Mílanó. Þá Barcelona að taka á móti ítalska liðinu Napolí 18. mars.

Ítalska Ólympíusambandið gaf frá sér tilskipun um allsherjar íþróttabann á Ítalíu til 3. apríl. Evrópuleikir munu þó fara fram í landinu þar til Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, ákveður annað. UEFA heyrir ekki undir Ólympíusambandið og mun því leikur Inter við Getafe fara fram á fimmtudag eins og staðan er núna.

Valencia og Atalanta leika fyrir luktum dyrum í kvöld vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur verið tekin ákvörðun um áhorfendabann í bæði Frakklandi og Póllandi næstu vikur.

Tilkynnt var fyrr í dag að áðurnefndur leikur Barcelona og Napoli yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Fyrir skemmstu bættist leikur Bayern München við Chelsea frá Englandi við. Fjórir leikir af átta í síðari umferð 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar munu því fara fram fyrir luktum dyrum, eins og staðan er núna.

10. mars
RB Leipzig - Tottenham: Hefðbundið
Valencia - Atalanta: Án áhorfenda

11. mars
Liverpool - Atlético Madrid: Hefðbundið
PSG - Borussia Dortmund: Án áhorfenda

17. mars
Juventus - Lyon: Engin ákvörðun verið tekin en íþróttabann er á Ítalíu.
Man City - Real Madrid: Hefðbundið

18. mars
Barcelona - Napoli: Án áhorfenda
Bayern München - Chelsea: Án áhorfenda