Flug vestur kemur ekki til greina fyrr en á morgun

15.01.2020 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir að ekki komi til greina að opna leið á flugvöllinn á Ísafirði í dag. Snjóflóðahætta er á afleggjaranum frá þjóðveginum inn á flugvöllinn.

„Vegurinn, þegar þú keyrir upp að hlíðinni, til þess að fara inn á Djúpveginn. Það er eiginlega svæðið þar sem er mikið viðsjárverðara. Snjóflóð hafa komið og eru þekkt vel niður á þennan veg, skammt fyrir ofan flugvöllinn.“

Hann segir að á morgun, þegar veður skánar, verði hægt að ryðja leiðina. Fyrir vikið kemur ekki til greina að fljúga til Ísafjarðar fyrr en þá.

Aftakaveður er enn á Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun í gildi til hádegis. Hartnær allar leiðir eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi