Flóðhestanunnur og óreiða frá upphafi til enda

Mynd með færslu
 Mynd: Lucasfilm

Flóðhestanunnur og óreiða frá upphafi til enda

13.12.2019 - 11:03
Áttunda kvikmyndin í Stjörnustríðsbálknum, The Last Jedi, kom út árið 2017 við mismikinn fögnuð aðdáenda. Sorgarfregnir af andláti Carrie Fisher, sem lék Lilju prinsessu, bárust árinu áður og settu svip sinn á frumsýningu myndarinnar.

Fáar kvikmyndir hafa líklega vakið jafn sterk viðbrögð og nákvæmlega þessi mynd en aðdáendur skiptast gjörsamlega í tvennt, sumir hata myndina en aðrir elska hana. Geir Finnsson rýndi í myndina ásamt gestum sínum, þeim Stefáni Snæ Stefánssyni og Helgu Margréti Höskuldsdóttur í nýjasta þættinum af Hans Óli skaut fyrst.

Meðal hápunkta sem ræddir voru í þættinum voru flóðhestanunnurnar, sækýrnar með grænu mjólkina og kanínuhestahundarnir. Auk þess velta þau fyrir sér hvort sé verið að pissa á sigra úr fyrri myndum og hvers vegna Lilja prinsessa umbreyttist allt í einu í Mary Poppins. 

Í tilefni þess að níunda og síðasta kvikmyndin í Star Wars sögu Skywalker-fjölskyldunnar verður frumsýnd í desember sest stjörnustríðs nördinn Geir Finnsson niður með öðrum aðdáendum myndanna og kryfur þær í níu þátta hlaðvarpsseríu. Þú getur hlustað á áttunda kafla hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.