Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Flestir vilja takmarka embættistíð forseta

20.06.2016 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Mikill meirihluti þeirra sem tekið hafa kosningapróf RÚV, eru þeirrar skoðunar að setja eigi hámark á það hve lengi sami maður geti gegnt forsetaembættinu.

Engin takmörk eru á því hversu lengi forseti Íslands gegnir embætti heldur ræðst það í kosningum hvort viðkomandi hljóti brautargengi til áframhaldandi setu. 

Í kosningaprófi RÚV gefa svarendur upp afstöðu sína til 25 fullyrðinga um forsetaembættið og hlutverk þess. 82 prósent sögðust sammála því að setja eigi hámark á setu forseta.

Mynd með færslu
 Mynd:
Fullyrðing #25 hljómar svo: Setja ætti hámark á það hve lengi sami maður getur gegnt forsetaembættinu. 9698 hafa tekið afstöðu.

82 prósent sögðust sammála og fimmtán prósent ósammála fullyrðingunni. 

Taka ber fram að ekki er um vísindalega könnun að ræða og kosningaprófið er fyrst og fremst til gamans gert. Prófið er hægt að taka hér, skoða svör hvers frambjóðanda og hvaða sýn þeir hafa á embættið.