Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Flestir Afganir falla í árásum Bandaríkjanna

epaselect epa07747168 An Afghan child stands in his damaged room a day after a suicide attack followed by a gunfight against the office of Afghan former chief of intelligence and current candidate for first vice president of Ashraf Ghani, in Kabul, Afghanistan, 29 July 2019. According to reports, at least 20 people were killed and 50 others wounded in the incident which targeted the office of Amrullah Saleh.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að mati Sameinuðu þjóðanna lætur óásættanlegur fjöldi óbreyttra borgara í Afganistan lífið þrátt fyrir friðarviðræður milli Bandaríkjanna og talibana. Flestir falla í loftárásum Bandaríkjanna og stjórnvalda í Kabúl til stuðnings hersveita á jörðu niðri.

Þrátt fyrir friðarumleitanir milli Bandaríkjanna og talibana virðist ekkert lát ætla að verða á þjáningum borgara í landinu. Búist er við að friðarsamkomulagið feli í sér að erlendar hersveitir fari á brott frá landinu gegn loforðum talibana um að erlendir hryðjuverkahópar fái ekki að starfa óáreittir í Afganistan.

Á fyrri helmingi ársins létust 1.366 óbreyttir borgarar í landinu og 2.446 til viðbótar særðust, um 30 prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Börn eru um einn þriðji þeirra sem fallið hafa.

Sameinuðu þjóðirnar segja að annan ársfjórðunginn í röð séu hersveitir Bandaríkjanna og stjórnvalda í Kabúl ábyrgar fyrir stærstum hluta mannfalls óbreyttra borgara. Á fyrri helmingi ársins féllu 717 óbreyttir borgarar í hernaðaraðgerðum þeirra og er það 31 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra.

Þrátt fyrir að færri óbreyttir borgarar hafi fallið það sem af er árinu segja Sameinuðu þjóðirnar að engu að síður séu tölurnar allt of háar. Þrátt fyrir að stríðandi fylkingar hafi reynt að draga úr mannfalli í röðum óbreyttra borgara hafi það ekki skilað ásættanlegum árangri.

Í fyrra féllu í það minnsta 3.804 óbreyttir borgarar í Afganistan, þar af 927 börn, og aldrei höfðu fleiri fallið á einu ári á þeim 18 árum sem stríðið hefur staðið.

epa04893130 US soldiers secure the scene of a bomb explosion in Kabul, Afghanistan, 22 August 2015. At least 10 people, including an American contractor, have been killed in a suicide car bombing targeting foreign troops in Kabul, an Afghan medical worker says. Sixty-six others were injured in the attack.  EPA/JAWAD JALALI
 Mynd: EPA