Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fleiri vopnatilraunir í Norður-Kóreu í dag

04.05.2019 - 23:12
epa07546194 (FILE) - An undated file video grabbed photo shows North Korea's new 300-mm multiple rocket artillery system, taken in Pyongyang, North Korea. South Korea's Joint Chiefs of Staff said North Korea fired several unidentified projectiles into the East Sea from its eastern coastal city of Wonsan 04 May 2019, which analysts said appeared to have involved the 300-mm multiple rocket launchers.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
Margra flauga skotpallur fyrir 300 mm flugskeyti Mynd: EPA-EFE - YNA
Norður-kóreski herinn gerði í dag tilraunir með stýriflaugar og margflauga skotpalla fyrir langdræg flugskeyti, í viðurvist Kim Jong-uns, leiðtoga landsins. Þetta var fullyrt í norður-kóreskum ríkisfjölmiðlum í dag. Áður höfðu Norður-Kóreumenn skotið allmörgum skammdrægum eldflaugum á loft á austurströnd landsins, sem allar enduðu í Japanshafi.

Í frétt norður-kóresku ríkisfréttastofunnar segir að markmið tilraunanna hafi verið að „meta og kanna virkni og nákvæmni skotpallanna“ sem hannaðir eru til að skjóta mörgum flugskeytum í einu, og einnig stýriflauga. Þá lagði Kim mat á „skilvirkni vopna og búnaðar við stríðsaðstæður,“ segir í fréttinni.

Mun Kim hafa hvatt herlið sitt til að hafa í huga „þann járnharða sannleika að raunverulegur friður og öryggi verða einungis tryggð með gríðarmiklu afli.“ Prófanirnar fóru fram á og við Japanshaf, rétt eins og tilraunirnar með skammdrægu flaugarnar. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV