Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fleiri undanþágubeiðnir fyrir leiðsögumenn

14.03.2016 - 11:57
Anup Gurung hefur búið í Skagafirði meira eða minna síðustu fimmtán ár. Hann er Nepali og ólst upp í Katmandú. Þegar hann var á unglingsaldri hitti hann Íslending í fyrsta sinn og það var hjá honum sem hann heyrði lag með hljómsveitinni Pöpum. Það þurfti
 Mynd: Rætur - RÚV
Umsóknir um atvinnuleyfi fyrir erlenda leiðsögumenn á þessu ári eru nú orðnar fleiri en helmingur þess sem þær voru allt árið í fyrra. Vinnumálastofnun veitti á síðasta 16 leyfi fyrir erlenda leiðsögumenn sem búa utan evrópska efnahagssvæðisins. Það sem af eru þessu ári eru umsóknirnar orðnar níu en á sama tíma í fyrra voru þær tvær.

Flestar umsóknirnar nú varða atvinnuleyfi fyrir leiðsögumenn í afþreyingarferðamennsku eins og flúðasiglingum og jökla- og hellaleiðsögn. Félag leiðsögumanna þarf að veita umsögn um undanþágubeiðnirnar og metur menntun umsækjenda og hvort raunverulegur skortur er leiðsögumönnum.

Vantar leiðsögn í ævintýramennsku

Örvar Már Kristinsson formaður félagsins segir að samkvæmt lögum þurfi að auglýsa störfin hér og á evrópska efnahagssvæðinu: 
„Þetta náttúrulega virðist vera einhver skortur á ævintýraleiðsögn eða svona riverrafting og því öllu. Samt skrýtið að þetta virðist núna vera einskorðað við eitt fyrirtæki. Við höfum alla vega ekki fengið mikið frá öðrum.“

Nú er svo mikið af ferðamönnum, eru nógu margir leiðsögumenn hér á landi?  „Það er náttúrulega verið að mennta á fullu leiðsögumenn hvort sem það er í ævintýraleiðsögn eða almennri leiðsögn. En vöxturinn er alveg gríðarlegur núna. Það er 30% aukning á ári, mismunandi eftir tungumálum líka. Þannig að þetta helst kannski ekki alveg við. Þetta  er náttúrulega láglaunstarf og það er svolítið erfitt að fara að mennta sig í þessu og henda einhverjum hundruðum þúsunda í það og fá síðan varla umbun þegar þú kemur út á vinnumarkaðinn.“

 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV