Talsverður fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Fólkið hafði yfir hundrað ástæður til að mótmæla en meginkrafan var að ríkisstjórnin færi frá völdum. Mótmælendur töldu fram 100 ástæður til mótmæla. Skipuleggjandi mótmælanna segir spillinguna sem grafi um sig í samfélaginu vera versta.