Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fleiri hundruð á mótmælafundi

26.05.2015 - 17:13
Mynd: María Sigrún Hilmarsdóttir  / RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/María Sigrún
Talsverður fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Fólkið hafði yfir hundrað ástæður til að mótmæla en meginkrafan var að ríkisstjórnin færi frá völdum. Mótmælendur töldu fram 100 ástæður til mótmæla. Skipuleggjandi mótmælanna segir spillinguna sem grafi um sig í samfélaginu vera versta.

 

Boðað var til mótmælanna á Facebook þar sem fólk var hvatt til bjóða vinum sínum og mæta með lyklakippur og hrista þær til að koma þeirri skoðun fundargesta á framfæri að ríkisstjórnin hefði ekki lengur umboð þeirra að lyklavöldum stjórnarráðsins. Fólkið vill mótmæla ríkisstjórninni sem sé „að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina," eins og segir í viðburðarlýsingunni á Facebook.

Á meðal þeirra sem komu fram á útifundinum var tónlistarmaðurinn KK, sem heyrist syngja í myndskeiðinu hér að ofan.  

Hægt er að fylgjast með mótmælunum af vefmyndavél Mílu hér.

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV