Fjórir smitaðir af kórónaveirunni í Þýskalandi

28.01.2020 - 23:16
epa08153562 Patients queue up to seek treatment in Wuhan Tongji Hospital Fever Clinic, in Wuhan City, Hubei Province, China, 22 January 2020 (issued 23 January 2020). The outbreak of coronavirus has so far claimed 17 lives and infected more than 550 others, according to media reports. Authorities in Wuhan announced on 23 January, a complete travel ban on residents of Wuhan in an effort to contain the spread of the virus.  EPA-EFE/STRINGER CHINA OUT
Fólk á heilsugæslustöð í Wuhan. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjórir Þjóðverjar hafa greinst með kórónaveiruna. Þetta staðfesta heilbrigðisyfirvöld í Bayern. Fólkið vinnur allt á sama vinnustaðnum. Sá fyrsti sem greindist var í starfsþjálfun með kínverskum kollega. Hann hafði ekki ferðast til Kína. 

Allir hinir smituðu eru í einangrun á spítala í München. Um 40 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu með fjórmenningunum. Allir starfsmennirnir verða skoðaðir á morgun til að gæta fyllsta öryggis. 

Greint var frá því í fréttum í dag að danskur karlmaður væri í einangrun á spítala í Árósum, vegna gruns um smit. Danska ríkisútvarpið segir að við nánari skoðun hafi hann ekki reynst vera smitaður. 

Fréttastofa bandarísku ABC stöðvarinnar greindi frá því í dag að áströlskum vísindamönnum hefði tekist að skapa veiruna á tilraunastöfu. Þetta sé mikilvægt skref í því að þróa bóluefni gegn veirunni og rannsaka áhrif þeirra. Vísindamennirnir ætla núna að deila sköpun sinni með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Evrópu og þaðan verður henni dreift á rannsóknarstofur víða um heim. 

Kínversk stjórnvöld upplýstu í kvöld að fjöldi þeirra sem hafa látist af völdum veirunnar er komin upp í 131. 
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV