Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um

18.03.2020 - 13:27
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um stöðu Hæstaréttardómara. Umsóknarfrestur um embættið rann út 16 .mars síðastliðinn. 

 

Umsækjendur um embættið eru Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson Jóhannes Sigurðsson og Sigurður Tómasson, sem öll eru landsréttardómarar. Að auki sækir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari um stöðuna. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti við skipunina vegna skyldleika við Jóhannes Sigurðsson. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun hlutast til um að öðrum ráðherra verði falin meðferð málsins. 

Nýr dómari verður skipaður í stað Helga I. Jónssonar, sem óskaði lausnar frá embætti, í lok janúar síðastliðins.  

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV