Fjölmennasta hérað Finnlands einangrað

25.03.2020 - 22:52
Erlent · COVID-19 · Finnland · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Petri Aaltonen - Yle
Fólksferðir til og frá fjölmennasta héraði Finnlands verða bannaðar frá og með föstudeginum. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tilkynnti þetta fyrr í kvöld.

Héraðið heitir Uusimaa og er höfuðborgin Helsinki á meðal þeirra borga sem eru staðsettar þar. Uusimaa verður einangrað í minnst þrjár vikur, frá 27. mars til 19. apríl til þess að að reyna að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í Finnlandi. Nærri níu hundruð tilfelli af COVID-19 hafa verið greind þar í landi, helmingur tilfella í Uusimaa-héraði. Marin segir að einhverjar undantekningar verði á banninu. Til dæmis verði fólki leyft að komast til síns heima. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi