Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjöldi Þrista væntanlegur til Íslands

epa04241109 More than 300 troops, taking part in a parachute drop near Ranville, France, 05 June 2014, to commemorate the involvement of airborne forces in D-Day. British, Canadian, French and American paratroopers jumped on to the same fields near
 Mynd: EPA
Fimmtán flugvélar af gerðinni DC-3 og C-47 lenda á Reykjavíkurflugvelli í næstu viku. Þær eru leið til Normandí í Frakklandi þar sem vélarnar taka þátt í athöfn 6. júní en þá eru 75 ár liðin frá innrás bandamanna í Frakkland, svokölluðum d-degi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Vélarnar leggja af stað frá Bandaríkjunum á sunnudag og gert er ráð fyrir því að þær lendi á mánudagskvöld eða þriðjudagsmorgun.

Um 800 slíkar flugvélar tóku þátt í innrásinni og af þeim vélum sem hingað koma tóku fimm þeirra þátt í henni.

Á d-degi 6. júní 1944 voru 24 þúsund fallhlífahermenn fluttir til Normandí með slíkum vélum til móts við 160 þúsund landgönguliða í sókn gegn hinum víggirta Atlantshafsvegg sem Þjóðverjar reistu við strendur Atlantshafs árin 1942 til 1944.

epa07566418 A handout photo made available by the Royal Commission on the Ancient and Historical Monuments of Scotland (RCAHMS) showing the Allied invasion on D-Day, 06 June 1944 as vehicles can be seen at the moment they disembark from landing craft. On 06 June 1944, on the first day of Operation Overlord, around 4,300 Allied personnel lost their lives serving their country in what would be the largest amphibious invasion ever launched. World leaders are to attend memorial events in Normandy, France on 06 June 2019 to mark the 75th anniversary of the D-Day landings, which marked the beginning of the end of World War II in Europe.  EPA-EFE/Crown Copyright: RCAHMS / HO HANDOUT MANDATORY CREDIT: /CROWN COPYRIGHT ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - RCAHMS HANDOUT
Frá innrásinni í Normandý 1944.

Hugsanlegt er að vélarnar verði til sýnis fyrir almenning en mikill undirbúningur hefur verið vegna komu vélanna. Fjöldi flugþjónustuaðila tekur þátt í honum ásamt Þristavinafélaginu. Ekki tókst að fjármagna för Páls Sveinssonar, DC-3 vélar félagsins, til Normandí en hún kemur til móts við flugflotann í Reykjavík eftir vetrardvöl á Akureyri.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV