Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fjöldi særðist í sprengingu í verslunarmiðstöð

06.07.2019 - 17:56
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Í það minnsta tuttugu slösuðust í öflugri gassprengingu í verslunarmiðstöð í bænum Plantation í suðurhluta Flórída í Bandaríkjunum nú fyrir stundu.

Miklar skemmdir urðu á húsum í kring vegna sprengingarinnar og dreifðist brak um stórt svæði. Að sögn slökkviliðs varð hún vegna gasleka og var breiðgötu við verslunarmiðstöðina lokað sem og svæði í kring. Plantation er um 50 kílómetrum norður af Miami.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV