Fjöldi nemenda í japönsku þrefaldast

04.06.2019 - 06:46
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Fjöldi nemenda í japönsku við Háskóla Íslands hefur næstum þrefaldast frá stofnun Watanabe-styrktarsjóðsins árið 2008. Toshizo Watanabe, stofnandi Watanabe-styrktarsjóðsins, við Háskóla Íslands var nýlega sæmdur hinni íslensku fálkaorðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands. Alls hafa 90 nemendur og vísindamenn hlotið styrk úr sjóðnum frá því að fyrst var úthlutað úr honum árið 2011. Þá hefur sjóðurinn styrkt samvinnu á milli japanskra háskóla og Háskóla Íslands. Þrettán námsmenn frá háskólanum eru nú í skiptinámi í Japan og 15 japanskir nemendur stunda nám við Háskóla Íslands. 

 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi