Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjöldasamkomur með fleiri en tíu bannaðar í Eyjum

21.03.2020 - 17:40
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr - RÚV
Aðgerðarstjórn Vestmannaeyja hefur tekið ákvörðun um að banna allar samkomur með fleiri en tíu í bænum. Tryggt skal að á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi skuli ekki vera fleiri en tíu í sama rými. Þessi frétt er í vinnslu.

Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn kemur fram að starfsemi þar sem nálægð er mikil verði bönnuð.  Í vissum tilvikum verði auk þess gripið til hertra skilyrði hvað sóttkví varðar í nánasta hópi þeirra sem eru með staðfest smit og verður það metið í hverju tilviki.  Bannið tekur gildi klukkan sex í kvöld. Von er á frekari upplýsingum síðar í dag. 

Írís Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gat ekki upplýst hversu margir væri smitaðir í Eyjum í samtali við fréttastofu en aðgerðarstjórn eyjunnar situr á fundi núna.

Aðgerðarstjórnin beindi því til íbúa Vestmannaeyja í gær að halda sig eins mikið heima og mögulegt væri næstu daga og forðast margmenni eins og kostur væri. 11 höfðu þá sýkst af kórónuveirunni og 282 voru sóttkví. Á vefnum covid.is kemur fram að nú séu 591 í sóttkví á Suðurlandi og 34 með COVID-19.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV