Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi við Skorholt

19.02.2020 - 20:32
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Hópslysaáætlun var virkjuð á níunda tímanum í kvöld eftir fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi rétt norðan við Skorholt í Melasveit sem er milli Akraness og Borgarness. Vonskuveður er á þessum slóðum. Þrettán voru í bílunum fjórum og var fólkið flutt upp á Akranes og Borgarnes til aðhlynningar og skoðunar. Þrjú börn voru í bílunum. Fréttamaður RÚV var á ferðinni og sagði veðrið ákaflega slæmt. Hún taldi þrjá bíla sem voru utan vegar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi