Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjarkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja

22.03.2020 - 18:39
Mynd með færslu
 Mynd: Grunnskóli Vestmannaeyja - Facebook
Kennsla við Grunnskóla Vestmannaeyja verður í formi fjarkennslu frá og með morgundeginum og þar til annað verður tilkynnt. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem verið er að grípa til í Eyjum til að hefta útbreiðslu COVID-19. Á vef bæjarfélagsins segir að miðað við reglur um fjöldatakmarkanir sé ekki hægt að manna hefðbundna kennslu. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman.

27 smit hafa verið greind í Eyjum og 397 manns eru í sóttkví. Hertar reglur um samkomur tóku gildi í gær. Hverjum árgangi verður kennt með fjarkennslu á sama tíma og kennslustundir hafa verið síðustu viku. 

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hamarsskóla sem eiga foreldra í framlínustörfum fá kennslu og verður frístundaver opið fyrir þá. Nemendur í tónlistarskólanum fá fjarkennslu eins og kostur er, að því er segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyja