Fjarðabyggð sigurvegari síðasta Útsvars í bili

25.01.2019 - 22:12
Innlent · Útsvar · Útsvar
Mynd með færslu
Lið Fjarðabyggðar skipa þau Hákon Ásgrímsson, Heiða Dögg Liljudóttir og Birgir Jónsson. Mynd:
Fjarðabyggð og Kópavogur mættust í kvöld í útslitaþætti Útsvars þennan veturinn. Viðureignin var jöfn og spennandi og voru hlaut lið Fjarðabyggðar 82 stig en Kópavogur 71.

Útsvarsþátturinn í kvöld var jafnframt sá síðasti í bili. Útsvarið hóf göngu sína árið 2007 og hafa fáir þættir verið eins lengi á dagskrá og þessi sígildi spurningaþáttur.

Mynd með færslu
Þau Katrín Júlíusdóttir, Skúli Þór Jónasson og Kolbeinn Marteinsson skipa lið Kópavogs sem lenti í 2. sæti. Mynd:
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Útsvar