Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fimm­tíu manns í fjölda­hjálp­ar­stöðinni á Dalvík

12.12.2019 - 09:55
Mynd með færslu
 Mynd: Guðný S. Ólafsdóttir - Aðsend mynd
Um fimm­tíu manna hópur dvaldi í fjölda­hjálp­ar­stöð í grunn­skól­an­um á Dal­vík í nótt. Þar er fólki boðið upp á mat og kaffi.

Opið eins lengi og þörf krefur

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins vonast til þess að hægt verði að loka hjálparstöðinni en hún verður opin eins lengi og þörf krefur. 

„Þetta er fólk sem býr í rafmagnskynntum húsum sem var orðið kalt. Það er verið að reyna að finna önnur úrræði til að koma hita á húsin. Þannig að við vonumst til þess að geta bara lokað í kvöld. Hún er samt opin og verður opin núna frameftir degi,“ seg­ir Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins. 

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið á Norðurlandi eru til að mynda miklar skemmdir á Dalvíkurlínu. Rafmagnslaust hefur verið í bænum.

„Fyrst og fremst skjól“ 

„Við erum að veita skjól og hlýju, við erum með kaffi og mat fyrir fólk sem þarf á því að halda en þetta er fyrst og fremst skjól.“