Fimm látnir í mótmælum í Ekvador

10.10.2019 - 16:37
A protester waves a desecrated national flag during a march against President Lenin Moreno and his economic policies during a nationwide strike in Quito, Ecuador, Wednesday, Oct. 9, 2019. Ecuador's military has warned people who plan to participate in a national strike over fuel price hikes to avoid acts of violence. The military says it will enforce the law during the planned strike Wednesday, following days of unrest that led Moreno to move government operations from Quito to the port of Guayaquil. (AP Photo/Carlos Noriega)
Hart hefur verið tekist á í Quito, höfuðborg Ekvadors, síðustu daga. Mynd: AP
Fimm hafa látist í mótmælaaðgerðum í Ekvador undanfarnar vikur gegn þeirri ákvörðun stjórnvalda að hætta að niðurgreiða eldsneyti. Einn varð fyrir bíl og lést í héraðinu Azuay í suðurhluta landsins á sunnudag. Hinir fjórir dóu í höfuðborginni Quito þegar upp úr sauð milli mótmælenda og lögreglusveita hersins.

Flestir mótmælendanna eru fátækir frumbyggjar. Þeir handsömuðu fimm lögreglumenn í dag og stilltu þeim upp til sýnis í menningarhúsi borgarinnar.

Lenin Moreno, forseti Ekvadors, er flúinn með ríkisstjórnina frá höfuðborginni til hafnarborgarinnar Guayaquil. Hann afnam niðurgreiðslurnar að áeggjan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Talið er að þær hafi kostað ríkissjóð landsins jafnvirði hátt í 180 milljarða króna á ári.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi