Búið er að koma 23 af eyjunni, en nærri 30 til viðbótar eru eftir. Lögregla segir óvíst um afdrif allra á eyjunni. Unnið er að því að fá staðfestan fjölda þeirra sem voru á eyjunni þegar gosið hófst. Lögreglan greindi frá því á blaðamannafundi að enn sem komið er sé of hættulegt að hefja björgunaraðgerðir á eyjunni.
Að sögn jarðvísindamannsins Ken Glairdhill er gosið ekki stórt. Hann lýsti því þannig að fjallið væri að ræskja sig.
White Island eruption was also visible on satellite images. ^AJ pic.twitter.com/Cx4LYHr9Ie
— MetService (@MetService) December 9, 2019
White Island er um fimmtíu kílómetrum frá landi og vinsæll ferðamannastaður. Um tíu þúsund sækja eyjuna heim á ári hverju til að virða eldfjallið fyrir sér. Eldfjallið er eitt það virkasta á Nýja Sjálandi, og gaus síðast árið 2016. Það sama ár var gámur fluttur á eyjuna sem hægt er að nota sem neyðarskýli í eldsumbroti.
Bandaríkjamaðurinn Michael Schade var nýfarinn af eyjunni þegar gosið hófst. Hann var að sigla yfir til meginlands Nýja Sjálands og náði myndum af gosinu sem hann deilir á Twitter.
— Michael Schade (@sch) December 9, 2019