Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fimm Íslendingar voru í vélinni sem brotlenti

10.06.2019 - 11:41
Mynd með færslu
 Mynd: Milla Ósk Magnúsdóttir
Öll fimm sem voru um borð í flugvél sem brotlenti við Múlakot í Fljótshlíð á Suðurlandi í gærkvöld eru Íslendingar. Þrír létust og var fólkið úrskurðað látið á vettvangi. Líðan þeirra tveggja sem slösuðust er stöðug að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.

Flak flugvélarinnar var flutt í rannsóknarskýli á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarnefnd á eftir að ræða við vitni og ekki er að hægt að segja til um það, að svo stöddu, hvað olli slysinu. 

Ragnar Guðmundsson rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa segir rannsókn málsins á frumstigi.

„Næsta skref eru þau að nú byrjar svokölluð frumrannsókn. Þá förum við að safna frekari upplýsingum um loftfarið, taka viðtöl og byrja að kíkja á flakið í skýlinu okkar. Síðan í kjölfarið í rauninni leiðir rannsóknin okkur bara í átt að því sem gerðist.“