Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimm fyrirtæki vilja byggja nýja Landspítalann

16.12.2019 - 18:22
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - Landspítali
Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefnu, um sjötíu þúsund fermetrar, og í henni verður þungamiðjan í starfsemi spítalans.

Fimm fyrirtæki sendu formlega þátttökubeiðni. Það eru Eykt ehf, Íslenskir aðalverktakar hf, Ístak hf, Rizzani De Eccher Island ehf og ÞG verktakar ehf. Engin takmörkun var á fjölda bjóðenda en niðurstöður verða kynntar sjötta janúar eftir að farið verður yfir forvalsgögn.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, segir augljóst að það verði mjög mikil samkeppni á milli fyrirtækja þar sem verkið sé stórt og eftirsóknarvert. Þá sé nokkuð um nýjungar í framkvæmdinni. Til að mynda sé hún BREEAM umhverfisvottuð og því eru miklar umhverfiskröfur gerðar.