Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fíkniefnahundurinn Rökkvi fann kannabis

30.07.2019 - 10:37
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Ýmislegt hefur borið á góma lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Eitt fíkniefnamál kom upp en það var fíkniefnahundurinn Rökkvi sem fann pakka sem innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum játaði að eiga efnið og telur lögreglan að málið sé upplýst að mestu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í eyjum. Þar segir einnig að lögreglu hafi borist tilkynning vegna hunds sem hafði glefsað í póstburðarmann. Sá þurfti að leita sér læknisaðstoðar en hann fékk fjögur sár á hendi eftir vígtennur hundsins. 

Þá vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn á að útivistarreglur gilda á Þjóðhátíð líkt og aðra daga. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV