FG og FÁ mætast í 8-liða úrslitum Gettu betur

FG og FÁ mætast í 8-liða úrslitum Gettu betur

07.02.2020 - 19:53
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Fjölbrautaskólinn við Ármúla mætast í 8-liða úrslitum Gettu betur í kvöld í beinni útsendingu klukkan 20:10.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2003 en Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur átt ágætis gengi að fagna síðustu ár og sigraði keppnina árið 2018.

Lið FÁ skipa þau Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, Jón Jörundur Guðmundsson og Þráinn Ásbjarnarson og lið FG skipa þau Kjartan Leifur Sigurðsson, Óttar Egill Arnarsson og Sara Rut Sigurðardóttir. Spurningahöfundar og dómarar eru Ingileif Friðriksdóttir, Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason og spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. 

Bein útsending hefst eins og áður sagði á RÚV klukkan 20:10 og hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir ofan.