Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ferðamenn fá að heimsækja Alþjóða geimstöðina

07.06.2019 - 15:13
epa04756966 A handout picture provided by NASA shows SpaceX's Dragon cargo capsule docked to the Earth-facing port of the Harmony module of the International Space Station (ISS), 19 May 2015. NASA states that the capsule delivered more than two tons
Dragon-geimfar frá SpaceX sem kom til geimstöðvarinnar í maí í fyrra. Mynd: EPA - NASA
Ferðamenn geta heimsótt Alþjóða geimstöðina ISS frá og með næsta ári. Þetta tilkynnti Bandaríska geimferðarstofnunin NASA í dag. Er þetta gert til að draga kostnaði stofnunarinnar við rekstur stöðvarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NASA.

Tveir hópar á ári geta heimsótt stöðina samkvæmt aðstoðarframkvæmdastjóra stöðvarinnar Jeff DeWitt. Geta ferðamenn dvalið þar í 30 daga í senn.

NASA vonast til þess að á næstu árum megi auka ferðamennsku í sporbraut jarðarinnar.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV