Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Félögum í Costco fækkar

13.06.2019 - 14:25
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Rúmlega helmingur landsmanna, eða 53 prósent, sagðist vera með með virkt Costco-kort í könnun MMR sem birt var í dag. Hlutfall korthafa hefur minnkað töluvert síðan könnunin var gerð síðast. Í janúar 2018 sögðust 71 prósent landsmanna vera með virkt kort.

Höfuðborgarbúar reyndust nokkuð líklegri til að vera með virkt Costco-kort en íbúar á landsbyggðinni. 58 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu sögðust eiga virkt kort en 42 prósent íbúa á landsbyggðinni. 

Af þeim sem voru með virkt aðildarkort kváðust 78 prósent svarenda ætla að endurnýja aðild sína þegar þar að kæmi, sem er nokkuð hærra en í síðustu mælingu þegar 60 prósent sögðust ætla að endurnýja.

MMR gerði könnunina dagana 23. til 29. maí. Heildarfjöldi svarenda var 932, 18 ára og eldri.