Felldu „120 hryðjuverkamenn“ í Níger

22.02.2020 - 01:30
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops
Nokkuð róstusamt hefur verið í Malí síðustu misseri og vígamenn gert nokkrar mannskæðar árásir á ári hverju.  Mynd: EPA
Nígerskar og franskar hersveitir felldu á fimmtudag 120 hryðjuverkamenn og haldlögðu hvort tveggja búnað til sprengjuframleiðslu og fjölda farartækja sem vígasveitirnar höfðu yfir að ráða. Frá þessu er greint í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins.

 

Þar segir að „120 hryðjuverkamenn [hafi verið] gerðir óvígfærir" eins og það er orðað, í sameiginlegri hernaðaraðgerð Frakka og Nígera í Tillaberi-héraði í landinu suðvestanverðu, nærri landamærum Níger, Malí og Búrkína Fasó.

Fullyrt er að ekkert mannfall hafi orðið í röðum nígerska og franska hersins í aðgerðinni á fimmtudag. Vígasveitir íslamista hafa vaðið uppi á mörkum Níger, Malí og Búrkína fasó undanfarin misseri og framið þar fjölda mannskæðra hryðjuverka.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV