Tvíburasysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur sigruðu í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag.
Laufey Lín söng lagið Who you are eftir Jessie J. en systir hennar lék undir á píanó. Þær kepptu fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar 105 frá Reykjavík en þrjátíu félagsmiðstöðvar af öllu landinu sendu fulltrúa sína í keppnina. Levi Didriksen úr úr Hundrað&Ellefu lenti í öðru sæti og Bríet Ísis Elfar og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir úr Laugó lentu í því þriðja.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Samfés söngkeppnin er haldin. Dómnefndin í ár var skipuð Elísabetu Ormslev, Gísla Magnasyni, Grétu Mjöll Samúelsdóttur, Stefaníu Svavarsdóttur og Sverri Bergmann.