Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

FBI leitaði á einkaeyju Epsteins

epa07766214 (FILE) - United States Attorney for the Southern District of New York Geoffrey Berman (R) points as he speaks during a news conference about the arrest of American financier Jeffrey Epstein in New York, USA, 08 July 2019 (reissued 10 August 2019). US media reported that Epstein was found dead in his prison cell on 10 August 2019 morning in the MCC Manhattan while awaiting trial on sex trafficking charges. An official confirmation by authorities of his death is pending.  EPA-EFE/JASON SZENES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á eyjunni Little Saint James, sem var í eigu fjársýslumannsins Jeffrey Epstein. Hann lést í fangelsi á laugardag. Hann var grunaður um að brjóta kynferðislega á fjölda barna. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að níðast á börnum.

Eyjan, sem Epstein keypti árið 1998, tilheyrir bandarísku Jómfrúareyjunum í Karíbahafi. Hún var helsti dvalarstaður hans og hann byggði mörg hús þar. Eyjan er rúmir 28 hektarar.

Húsleitin fór fram á mánudaginn, tveimur dögum eftir dauða Epsteins. Fulltrúar alríkislögreglunnar leituðu að skjölum, ljósmyndum, myndskeiðum, tölvum og öðrum sönnunargögnum, samkvæmt heimildum fjölmiðla í Bandaríkjunum.

epa07766856 External view of the Manhattan Correctional Center where the US financier Jeffrey Epstein was found dead in New York, USA, 10 August 2019. According to media reports, Epstein was found dead in his prison cell on 10 August 2019 morning in the MCC Manhattan while awaiting trial on sex trafficking charges. An official confirmation by authorities of his death is pending.  EPA-EFE/ALBA VIGARAY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fangelsið þar sem Epstein lést.

Ekki fullnægjandi gæsla með Epstein

Ekki er vitað hvernig andlát hans á laugardag bar að en fjölmiðlar vestanhafs segja grun leika á því að hann hafi framið sjálfsmorð í fangelsi á Manhattan. Komið hafa í ljós verulegir annmarkar á öryggisgæslunni í fangelsinu, meðal annars var einn tveggja fangavarða, sem voru á vakt kvöldið sem hann lést, ekki fullgildur fangavörður. Ekki hafði verið litið á Epstein í nokkra klukkutíma kvöldið sem hann lést.

Komið hafa í ljós verulegir annmarkar á öryggisgæslunni í fangelsinu, meðal annars var einn tveggja fangavarða, sem voru á vakt kvöldið sem hann lést, ekki fullgildur fangavörður. Ekki hafði verið litið á Epstein í nokkra klukkutíma kvöldið sem hann lést.

William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir alvarlegan misbrest hafa orðið á gæslu Epsteins sem valdi miklum áhyggjum. Hann hyggst fara fram á ítarlega rannsókn og ætli sér að komast til botns í málinu. Ljóst sé að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð.

Mynd með færslu
William Barr við yfirheyrslu dómsmálanefndar Öldungadeilarinnar í síðasta mánuði. Mynd:
William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Hann var tekin úr sérstakri gæslu vegna sjálfsvígshættu nokkrum dögum eftir að hafa, að því er virðist, reynt að svipta sig lífi. Barr segir dauða hans ekki marka endalok rannsóknarinnar, haldið verði áfram að reyna að hafa uppi á meintum samverkamönnum hans í umfangsmiklu mansali á ungum stúlkum. Þeir fái ekki um frjálst höfuð strokið þó Epstein sé látinn, fórnarlömbin eigi skilið réttlæti og það fái þau.

Neita aðkomu Andrews prins

Epstein átti marga valdamikla og fræga vini, þar á meðal Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Andrew Bretaprins. Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona hans, fékk 15 þúsund punda lán frá Epstein til að greiða niður skuldir sínar. Talsmenn konungsfjölskyldunnar höfnuðu um helgina að Andrew prins hefði átt nokkurn þátt í afbrotum Epsteins. Hann hefur verið sakaður um að misnota börn sem Epstein á að hafa fært honum.

Taldi Epstein búa yfir miklum upplýsingum

Á mánudag birti New York Times viðtal sem blaðamaðurinn James B. Stewart tók við Epstein á heimili hans á Manhattan. Upplifun Stewarts af samræðum við Epstein var að hann þekkti fjöldan allan af ríku og valdamiklu fólki og ætti ljósmyndir til að sanna það. Epstein sagðist búa yfir miklum upplýsingum um fólkið og meðal þess væri ýmislegt sem gæti valdið því skaða. Meðal annars kynni hann skil á kynferðislegum hneigðum þess og eiturlyfjanotkun.

Epstein sýndi Stewart ljósmyndir af Mohammed Bin Salman, krúnprins Sádi-Arabíu, og sagði þá góða vini. Krúnprinsinn hefði margsinnis heimsótt sig og þeir oft rætt saman. Hann sýndi blaðamanninum einnig ljósmyndir af sér með Clinton og leikstjóranum Woody Allen sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot. Nokkru eftir fund þeirra bauð Epstein Stewart í matarboð þar sem Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps forseta var á gestalistanum. Stewart er ekki kunnugt um hvort matarboðið fór fram.