Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fasteignamat hækkar um rúm sex prósent

05.06.2019 - 10:23
Bærinn, eyrin, Hús, Húsasmiðjan, Ísafjörður, Rúv myndir
 Mynd: JÓhannes Jónsson - RUV.is
Fasteignamat sem tekur til ársins 2020 verður 6,1 prósenti hærra en á yfirstandandi ári. Heildarmat fasteigna á Íslandi verður því 9047 milljarðar króna árið 2020. Hækkunin er mun minni en á milli áranna 2017 og 2018 þegar hún var tæp 13%.

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 6,0% á milli ára og verður rúmir sex milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 6,6% á meðan fjölbýli hækkar um 5,3%.

Fasteignamat íbúða hækkar um 5,0% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1% á landsbyggðinni. Af einstaka bæjarfélögum hækkaði fasteignamat mest á Akranesi eða um 19,1%

Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði fasteignarmat um fimm prósent, um 9,8% á Suðurnesjum, um 10,2% á Vesturlandi, um 6,7% á Norðurlandi vestra, 7,4% á Norðurlandi eystra, 6,7% á Austurlandi og um 8,0% á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um fasteignamatið á vef Þjóðskrár.

 

evabb's picture
Eva Björk Benediktsdóttir
íþróttafréttamaður